allies

eguide
Þróunarstarf í skólum - lotur kynjanámskrár

Skólaárinu er skipt upp í sex lotur sem eru byggjast á því að þjálfa einstaklingsfærni og félagslega færni færni barnanna til skiptis.

Uppeldisfræðileg nálgun krefst þess af starfsfólki að viðfangsefni hverrar lotu komi fram í hegðun og orðræðu, þetta má sjá með því að fylgjast með samskiptum kennara og barna,  hvernig kennarar gefa barninu fyrirmæli eða aðstoðar það í daglegu starfi.

Starfsfólk setur einnig upp nokkurs konar “kynjagleraugu” þar sem það ákveður að horfa meðvitað eftir félagslegum áhrifum sem geta skapað ójafnræði meðal barna (og starfsfólks).

Í hverri lotu fá foreldrar sent heim fréttabréf með upplýsingum um viðfangsefni hverrar lotu og einnig hvernig góðum ráðum og athugasemdum um það hvað fjölskyldan getur gert heima til að taka þátt í starfi lotunnar. Sé möguleiki á er jafnvel enn betra að skipuleggja foreldrafund þar sem starfsfólk og foreldrar getur þróað uppeldisaðferðir og nálgun fyrir hverja lotu saman og vinna að því í samvinnu hvernig skólastarfið getur stutt við heimilisuppeldið og öfugt.

Fyrsta lota – Agi;Virðing, hegðun, kurteisi, framkoma

Í fyrstu lotunni, agalotu, er áhersla lögð á að skapa sterka hópkennd innan hvers hóps. Í fyrstu lotunni er hvert augnablik dagsins skipulagt til hins ítrasta. Umræðan snýst aðallega um öryggi. Kennarinn víkur yfirhöfuð ekki frá hópnum og mikilli athygli er beint að viðveru kennara og dagleg rútína er skipulögð með það í huga. Kennarar sameinast um að vera góð fyrirmynd fyrir alla.

fyrsta lota   |  parents' letter  |  good practices  |

Önnur lota - Sjálfsstyrking; sjálfstæði, sjálfstraust, öryggi, tjáning

Hver einstaklingur ætti að búa yfir þeim sjálfsstyrk að þurfa ekki að sækja viðurkenningu til umhverfisins fyrir tilverurétti sínum. Allir ættu að hafa hugrekki til að taka pláss og vera gerendur í eigin lífi.

Hugmyndin er að gefa börnum tilfinningu fyrir innri og ytri mörkum og að þau geti valið fyrir sig sjálf. Markmiðið er einnig að börn viti að þau þau stjórni sjálf eigin líðan og hegðun. Í þessari lotu er mikil áhersla lögð á hvern einstakling.

önnur lota   |  parents' letter  |  good practices  |

Þriðja lota - Samskipti; Umburðarlyndi, hjálpsemi, víðsýni, samstaða

Í þessari lotu vinna börnin mörg verkefni í pörum. Hugmyndin er að börnin fái tilfinningu fyrir því að þau taki eigin ákvarðanir og setji öðrum mörk. Það er í lagi að segja vinkonu þinni eða vini að gera ekki eitthvað við þig þrátt fyrir að þú megir jafnvel gera það sama við aðra og þeim finnist það í lagi. Það er í boði að mótmæla harðlega ef einhver fer yfir mörkin þín. Þú hefur vald til að stjórna þínum líka. Sama á við um eftirfarandi atriði:

  • Ef einhver gerir grín að þér máttu standa með sjálfum þér og segja hátt og skýrt – þetta er ekki satt!
  • Ef einhver svindlar eða ógnar þér þannig að þér líður illa
  • Ef einhver er að stjórna þér
  • Ef einhver slúðrar eða gerir eitthvað sem þér finnst óþægilegt.
  • Ef einhver reynir að sannfæra þig um að lána eða gefa einhverjum eitthvað sem þú vilt ekki.
  • Ef einhver þrýstir á þig að vera síðust/síðastur eða velja leikefni á eftir öllum
    öðrum.
  • Ef einhver snertir þig á þann hátt sem þér finnst óþægilegt.
  • Ef einhver niðurlægir þig.
  • Ef þér finnst þú ekki geta verið þú sjálf/sjálfur án þess að hlegið sé að þér.

|  Þriðja lota  |  parents' letter  |  good practices  |

Fjórða lota – Jákvæðni; bjartsýni, gleði, ákveðni, hreinskiptni

Við leitumst við að frelsa börnin undan því að leyfa sér geðvonsku. Fýla, grátur og þögn eru vopn sem börnin nota til að fá það sem þau vilja. Í stað þess læra börnin að biðja á einfaldan og skýran hátt um það sem þau vilja. Í stað þess að bregðast við á sama hátt og börnin jafnvel með því að nöldra eða niðurlægja þau, kennum við þeim að segja hlutina hreint út - með hreinskilni erum við góðar fyrirmyndir.

Fjórða lota  |  parents' letter  |  good practices  |

Fimmta lota: Vinátta; félagsskapur, umhyggja, nálægð, kærleikur

Áskorun þessarar lotu er að skapa sterk og jákvæð vinatengsl innan hópsins, að skapa rósemd og friðsælt andrúmsloft til að börnin geti auðveldlega verið náin og sýnt hvort öðru umhyggju. Á þennan hátt hjálpum við börnunum að líta á sig sem góða og umhyggjusama einstaklinga.

Fimmta lota  |  parents' letter  |  good practices  |

Sjötta lota: Áræðni; Kjarkur, kraftur, kjarkur, virkni, frumkvæði

Í upphafi sjöttu lotu er vorið komið og tími til að njóta lífsins af krafti. Þessi lota er krefjandi fyrir kennara því þeir þurfa að leyfa sér að sleppa sér aðeins, losa um orkuna með því að öskra upp í vindinn, ganga berfættir úti, gera óvenjulega hluti og stíga út fyrir þægindahringinn sinn.

Sjötta lota  |  parents' letter  |  good practices  |

 

-Kynning
Stjórnunarvinna
Foreldrasamvinna

Þróunarstarf í skólum

Þróunarstarf í skólum
6 Meginregla
Lotur kynjanámskrár

Good practice (pdf)

 
ALLIES team ©
ALLiES - Teachers' and Parents' Alliance for Early Violence Prevention in Preschool