allies

eguide
ÁSKORANIR OG ÞRÓUNARVINNA Á STJÓRNUNARSTIGI

Til að koma í veg fyrir ofbeldi í skólastofnunum er mjög mikilvægt að huga að velferð barna, jafnræði, gleði, öruggu námsumhverfi og samvinnunámi barna og starfsfólks. Dæmi um slíka vinnu í Allies verkefninu er að finna hér
 http://www.oulu.fi/naistutkimus/projektit/allies/materials/Communality_in_RH.pdf.

Í Finnlandi þar sem verkefnið var fyrst sett á laggirnar, hefur verið rík tilhneiging til að byggja stórar einingar þar sem skólar og leikskólar eru undir sama þaki.  Á sama tíma hafa litlu þorpsskólarnir horfið.  Miðstöðvarnar hýsa ekki einungis skóla og leikskóla, heldur einnig frístundamiðstöðvar, bókasöfn o.fl.   Einn af þeim skólum sem tekur þátt í Allies verkefninu er í Ritaharju.

Stjórnunarvinna er mikilvæg þar sem við höfum þá trú að það miðli ekki bara upplýsingum heldur sé einnig forsenda fyrir velferð barna: Ef stjórnstigið er þannig að hugmyndir um jafnræði og notkun á öðrum aðferðum en ofbeldi sé í forgrunni, er hægt að miðla þekkingu á opinskáan hátt og börn eru umkringd ábyrgum fullorðnum einstaklingum. Á sama tíma skapar samvinna fullorðinna sem einkennist af jákvæðni og virðingu, góða fyrirmynd fyrir börnin. Allies hefur verið í samstarfi MätaJämt verkefnið.

-Kynning
Stjórnunarvinna
Foreldrasamvinna

Þróunarstarf í skólum

Stjórnunarvinna (pdf)
Velferð barna
Wizard skóla
Dæmi um kennslustund í Wizard skóla 
Friðarsinninn

 

 

 
ALLIES team ©
ALLiES - Teachers' and Parents' Alliance for Early Violence Prevention in Preschool

Ritaharju miðstöðin er í Oulu

Nemendafjöldi er nálægt þúsund og starfsfólk í kringum 100.  Í Ritaharju eru fjórar stjórnunareiningar; leikskóli (0-6 ára), grunnskóli (7-12 ára), miðskóli (13-15 ára), félagsmiðstöð og bókasafn.

Miðstöðin er staðsett í nýlegu millistéttarúthverfi og var vígð í ágúst 2010. Ritaharjumiðstöðin er þátttakandi í samvinnuverkefni frumkvöðlaskóla Microsoft, sem gefur skólanum færi á nýjustu tækni í náminu.  Ritaharjumiðstöðin hefur það markmið að vera opin fyrir allt samfélagið með fjölbreyttar lausnir.

up

Mätajämt

Background https://wiki.oulu.fi/pages/viewpage.action?pageId=23265594

Í Finnlandi og Svíþjóð er löggjöfin um misrétti notuð til að skilgreina jafnan rétt kynjanna og til að koma í veg fyrir misrétti á grundvelli aldurs, þjóðernis, fötlunar, kynhneigðar, trúar o.sfrv. Löggjöfin gerir kröfur til vinnuveitenda og yfirvalda  um að jafna réttindi og tækifæri kerfisbundið. Jafnrétti er grunngildi í báðum löndum en hefur einnig orðið að samkeppnisafli á vinnumarkaði.
Í náinni framtíð er fyrirsjáanlegt að öldrun þjóðarinnar og frjálst flæði vinnuafls í Evrópi auki á samkeppni á milli hæfra einstaklinga. Yngri kynslóðir eru ekki eins skuldbundnar vinnustöðum sínum. Önnur áskorun fyrir vinnumarkaðinn er aukinn fjöldi innflytjenda sem setur menningarlega einhæfa vinnustaði í Finnlandi úr skorðum.

Finnland þarf að huga að bættum vinnuaðstæðum í samkeppni um hæft vinnuafl, því landið er tæplega samkeppnishæft á öðrum sviðum s.s. launum, staðsetningu o.s.frv.

Ósveigjanleiki finnska vinnumarkaðarins endurspeglar einnig sterka kynjaskiptingu í ákveðnum greinum sem einnig felur þá í sér fleiri þætti ójafnræðis s..s launamun. Aðskilnaður er nú þegar til staðar í skólum.

Jafnrétti er sjaldgæft í stefnumörkun fyrirækja og stofnana. Ójafnrétti er hins vegar staðreynd og er yfirleitt til staðar í kerfinu, en kemur einnig fram í samskiptum einstaklinga. Þrátt fyrir að vera oftast ómeðvituð viðhorf koma þau fram í samskiptum.

Rannsóknir hafa sýnt að aukið jafnrétti í stofnunum eykur sveigjanleika, skuldbindingu við fyrirtækið og fyrirliggjandi verkefni sem aftur hefur jákvæð áhrif á framleiðni, hæfni og ágóða.

Ritaharju pilot
https://wiki.oulu.fi/display/matajamt/Ritaharju+-pilot

Í Ritaharjumiðstöðinni Ritaharju Community center (Oulu City ) fer fram þróunarvinna í skólastarfi, sem býður upp á ný tækifæri í samfélagslegri þjónustu:

  • samfelld skólaganga (0.-9. bekkur)
  • leikskólar á vegum sveitarfélags
  • almenningsbókasafn
  • vinna fyrir ungt fólk á vegum sveitarfélagsins
  • mötuneyti í skólum
  • heilbrigðisþjónustu í skólum
  • viðhaldsþjónusta sveitarfélagsins

Markmið verkefnisins er að þróa hugmyndafræði miðstöðvarinnar í samvinnu við starfsfólkið.
Vinnan felur í sér:

  • Greiningu á vinnuferlinu, aðferðir, æfingar o.fl.
  • viðtöl og kannanir
  • þjálfun, vinnufundi, ráðgjöf
  • þróun á verkfærum
  • mælingu á árangri

Sérstök áhersla er lögð á upplýsinga- og samskiptatækni sem og ójafnrétti á mismunandi starfsvettvangi kynjanna.

CIE –pilot
https://wiki.oulu.fi/display/matajamt/CIE+-pilot

Þróunarvinna á tæknisviðinu fer fram í notendaveri LivingLab þar sem verið er að þróa GED scan ® þjónustu sem skannar vörur út frá jafnréttis- og fjölbreytileika sjónarmiðum

up