Kynning
Velkomin á vef Allies. Hér er að finna verkfæri, verkefni og
aðrar upplýsingar hvernig skapa má öruggt skólaumhverfi og
hvernig má stuðla að jákvæðum samskiptum milli barna og draga úr
ofbeldi. Efnið á vefnum miðast við leikskólakennara,
grunnskólakennara og aðra þá sem koma að skólastarfi á einn og
annan hátt en getur einnig nýst áhugasömum foreldrum sem vilja
hlúa að velferð barna sinna.
ALLIES VERKEFNIÐ – forvarnir gegn ofbeldi – samstarfsverkefni
foreldra og kennara skólabarna er alþjóðlegt tveggja ára
(2010-2012) rannsóknar- og þróunarverkefni. Markmið verkefnisins
er að stuðla að jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum nemenda og
gera foreldrum kleift að vera virkir þátttakendur í
skólasamfélaginu. Í verkefninu er lögð áhersla á að koma í veg
fyrir ofbeldi í samskiptum barna, hvort sem um er að ræða
tilfallandi misbeitingu valds, svo sem stríðni eða stærri mál á
borð við einelti.
ALLIES er hluti af Daphne III verkefnaröð sem Evrópusambandið
fjármagnar. Kvenna- og kynjafræðideild hákólans í Oulu í
Finnlandi stýrir verkefninu.
|
Kynning
Stjórnunarvinna
Foreldrasamvinna
Þróunarstarf í skólum
Kynning
Bakgrunnur
verkefnisins
Allies verkefnið
Niðurstöður
Þátttakendur
|