allies

eguide
Foreldrasamvinna

Markmið með samvinnu heimilis og skóla er að þróa og hlúa að virku samfélagi sem byggir á jafnrétti, öryggi, umhyggju, réttlæti og virðingu. Að auki stuðlar samvinna milli foreldra og þátttaka þeirra í skólastarfi að meira samstarfi, öryggi og velferð barna.

Eftirfarandi mynd (frá Ritaharju) sýnir samstarf, stuðning og þátttöku sem samofna þætti sem stuðla að samstarfi um nám barna, öryggi þeirra og vellíðan.

coop

Þessar þrjár víddir skapa samvinnu við foreldra um nám barna og stuðla að öruggu samfélagi þar sem velferð hvers barns er kjarninn í starfinu.

Með þátttaku foreldra í menntun barna sinna sem og þátttöku í tengslaneti foreldra skapast stuðningur við uppeldið heima fyrir. Slík þátttaka er mikilvægur þáttur í því að skapa börnunum öruggt umhverfi og sem forvörn gagnvart ofbeldi af eftirfarandi ástæðum:

  • Í nýju hverfi býður skólinn upp á aðstæður þar sem foreldrar geta hitt aðra foreldra sem stuðlar að hverfisanda og ábyrgð á skólaumhverfinu.
  • Ef foreldrar þekkja hvert annað er þeim auðveldara að vera í sambandi í erfiðum aðstæðum svo sem ef einelti kemur upp.
  • Tenglsanet foreldra stuðlar að því að foreldrar styðji hvert við annað.
  • Tengslanet foreldra eykur möguleika á samvinnu til að vinna að öryggi og velferð barna.

Samskipti foreldra fara fram með umræðum í daglegu lífi, á hvers kyns viðburðum tengdum skólanum og á foreldrafundum.

Til að hrinda af stað leiðum til að koma í veg fyrir ofbeldi er mikilvægt að fagfólk og foreldrar taki þátt í umræðum um efni og hugmyndum til að þróa þessa vinnu. Fréttabréf sem foreldrar fá hjálpa starfsfólki skólans og foreldrum að kenna börnunum að velja jákvæða hegðun bæði heimafyrir og í skóla. Börn eru hvött til að taka virkan þátt í skólasamfélaginu og til að búa sér til reglur sem allir sameinast um. Mikilvægt er að þessar reglur séu einfaldar og sanngjarnar og að fullorðnir sýni þeim sömu virðingu og ætlast er til af börnunum.  

 

-Kynning
Stjórnunarvinna
Foreldrasamvinna

Þróunarstarf í skólum

-Samvera fjölskyldunnar

Pabbahópur

Tengslamyndun og upplýsingaflæði

Námskeið og þjálfun

Utanaðkomandi þátttaka

Fyrri vinnuhópar

Annar hluti vinnufunda

 

 

 


 

 

 
ALLIES team ©
ALLiES - Teachers' and Parents' Alliance for Early Violence Prevention in Preschool