allies

eguide
Kynning - Allies verkefnið

Allies verkefnið byggir á hugmyndum um öryggi, jafnrétti og jákvæð samskipti í skólasamfélaginu. Í verkefninu er leitast við að leggja drög að uppeldisaðferðum sem stuðla að þessu og aukinni þátttöku foreldra. Sérstök áhersla er lögð á eftirfarandi:

  • Heildræna nálgun sem byggir á því að koma snemma auga á misbeitingu valds í samskiptum barna.
  • Að grípa inn í aðstæður í daglegu lífi barna þar sem misbeiting valds er sjáanleg, líka litlu einföldu atriðin á borð við það sem falið er í gríni, háði, líkamlegu hnoði barna, útilokun, uppnefnum og fleira.
  • Út frá kynjavídd. Litið er á verkefnið sem forvarnarstarf gegn hvers kyns ofbeldi, ekki sérstaklega gegn ofbeldi sem beint er að stúlkum og börnum heldur einnig því sem beinist að drengjum. Ekki síst því hvernig sumir drengir eru niðurlægðir, útilokaðir frá félagahópum eða beinlínis beittir ofbeldi fyrir það að sýna kvenlæga eiginleika eða hafa áhugamál sem talin eru óhefðbundin fyrir drengi.
  • Að beina athygli að börnum sem þurfa sértæk úrræði eða eru tvítyngd.
  • Að auka þekkingu á þessum málaflokki meðal þeirra fullorðnu sem koma að daglegu skólastarfi og eru þátttakendur í lífi skólabarna.
  • Meðan á verkefninu hefur staðið hefur hópur sérfræðinga lagt sitt af mörkum. Þróunarverkefni var unnið í bekkjum í grunnskólum í Oulu, Parma og í Garðabæ. Hjallastefnan tengist verkefninu sem uppeldisaðferð í daglegu skólastarfi í Allies. 

Námsefni fyrir kennara hefur verið þróað og tengist nú alþjóðlegu vefnámskeiði sem leggur áherslu á forvarnir gegn ofbeldi. Námskeiðin “From Violence to Caring Study Programme” gefa 25 einingar (ECTS)  og eru afrakstur fyrri DAPHNE verkefna.

-Kynning
Stjórnunarvinna
Foreldrasamvinna

Þróunarstarf í skólum

Kynning
-Bakgrunnur verkefnisins
Allies verkefnið
Niðurstöður
Þátttakendur

 

 

 
ALLIES team ©
ALLiES - Teachers' and Parents' Alliance for Early Violence Prevention in Preschool