allies

eguide
Kynning - Bakgrunnur verkefnisins

Ofbeldi innan skóla hefur alvarlegar afleiðingar svo sem streitu, þunglyndi, lágt sjálfsmat einstaklinga, sjálfsvíg og jafnvel skotárásir. Markmið þessa verkefnis er að vinna með börnum frá ungum aldri að forvörnum gegn ofbeldi. Í verkefninu er unnið með 6 ára börn. Niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið hjá kvenna- og kynjarannsóknadeild háskólans í Oulu í Finnlandi sýna að þörf er á heildrænni nálgun, sértækum verkfærum og menntun kennara til að taka á og vinna að forvörnum gegn ofbeldi bæði í skólum og sem tengist skólum á einhvern hátt.

Aðgerðir sem þekktar eru hafa beinst að einelti innan skóla eða ofbeldi innan fjölskyldna skólabarna eða í frítíma þeirra. Þær aðgerðir hafa ekki tekið kynjavíddina sérstaklega inn í myndina og hafa frekar beinst að börnum í miðdeild eða unglingadeild skólanna. Vandkvæði við að hefja aðgerðir hjá svo ungum börnum eru;

  1. skortur á þekkingu á kynjamálefnum hvað varðar ofbeldi innan skóla og á það við bæði heima í héraði, á landsvísu og alþjóðavísu;

  2. skortur á mælingum hvað varðar falið, normalíserað og einstök tilvik ofbeldis;

  3. skortur á heildrænni aðferð sem byggir á kerfisbundinni samvinnu kennara, foreldra og;

  4. skortur á verkefnum sem beina athygli að ofbeldi frá sjónarhóli einstaklinga eða hópa sem standa höllum fæti, svo sem börnum sem ekki eru sterk félagslega eða tilfinningalega, glíma við námsörðugleika, fötlun og/eða tilheyra menningarlegum minnihlutahópum;

  5. skortur á verkefnum sem miðast við leikskólabörn.

Í fyrri rannsóknum og áætlunum um inngrip hvað varðar ofbeldi í skólum og einelti hefur verið bent á að bestum árangri verði náð með heildrænni aðferð til lengri tíma með áherslu á að kenna félagslega færni. Ennfremur ætti allt samfélagið að taka höndum saman í því skyni að vinna að forvörnum gegn ofbeldi. Í stuttu máli er matið eftirfarandi:

  1. Það er ekki til hraðvirk leið til að koma í veg fyrir ofbeldi.

  2. Til að ná árangri í forvörnum gegn ofbeldi þarf allt starfsfólk að búa að sameiginlegri sýn og sameinast um aðferðir til að bregðast við ofbeldi.

  3. Samvinna innan jafningjahópa er einnig mikilvæg.

  4. Jafnrétti í víðum skilningi verður að vera hluti af hugmyndafræðinni.

  5. Viðburðir og viðfangsefni í skólanum sem stuðla að jákvæðum og góðum samskiptum eru mikilvæg.

  6. Mikilvægt er að starfsfólk taki eftirlitshlutverk alvarlega, til dæmis á útisvæði.

  7. Það ætti að vera til viðbragðsáæltun ef upp koma eineltismál, bæði fyrir fórnarlamb og geranda/gerendur.

  8. Menntun kennara varðandi eineltismál er nauðsynleg.

Ennfremur ættu forvarnir gegn ofbeldi að vera hluti af allri menntun og byrja helst strax í leikskóla. Verkefni sem ná til leikskóla og grunnskóla eru afar fá en vitað er að félagsleg - forgangsröðun barna hefst strax í leikskóla. Þess vegna er mikilvægt að þjálfun í félagsfærni hefjist af alvöru strax í leikskóla og haldi áfram í grunnskóla en verði einnig  hluti af daggæslu í grunnskólum. 

-Kynning
Stjórnunarvinna
Foreldrasamvinna

Þróunarstarf í skólum

Kynning
-Bakgrunnur verkefnisins
Allies verkefnið
Niðurstöður
Þátttakendur

 

 

 
ALLIES team ©
ALLiES - Teachers' and Parents' Alliance for Early Violence Prevention in Preschool