> Women's & Gender Studies

> Introduction
> Current
> Studies
> Research
> Networks
> Projects
> Staff
> Contact

> Suomeksi

 

Women's and Gender Studies
Dept. of Educational Sciences and Teacher Education
Tel. +358 8 553 1011
Fax. +358 8 553 3610
P.O.Box 2000
FI-90014 University of Oulu
FINLAND

Street address: Yliopistonkatu 9



 

Verkefnið  

Niðurstöður rannsókna sem Kvenna- og kynjarannsóknadeild háskólans í Oulu hafa gert ásamt rannsóknum sem þátttakendur hafa unnið hafa bent til þess að þörf sé fyrir yfirgripsmikla, heildræna nálgun, sértækar aðgerðir og aukna menntun kennara til að takast á við og koma í veg fyrir ofbeldi innan skóla og í tengslum við skólastarf.

Í verkefninu verður aðaláhersla lögð á skólaumhverfi án ofbeldis sem byggir á öryggi og jafnrétti. Leitað verður eftir viðhorfi foreldra og velferðarteyma innan skólanna. ALLIES verkefnið mun leggja áherslu á að skapa uppeldisaðferð með umhyggju sem þungamiðju og til stendur að:

  • Skapa heildræna, yfirgripsmikla og samvinnumiðaða áætlun með áherslu á að greina ofbeldi hjá ungum börnum.
  • Móta aðferðir til að bregðast við duldu ofbeldi í viðurkenndri hegðun eða daglegu lífi, til dæmis ofbeldi sem falið er með gríni, í félagslegum leik, í líkamlegu hnoði í leik barna, með útilokun og í viðurkenndum og oft kynjabundnum uppnefningum.
  • Móta kynjamiðað inngrip: Þörf er á inngripi þar sem kynbundið ofbeldi er ekki einungis skilgreint sem ofbeldi gegn stúlkum og konum heldur einnig sem ofbeldi gegn drengjum. Sérstaklega því hvernig drengir geta verið niðurlægðir, útilokaðir eða beittir beinu ofbeldi vegna þess að þeir sýna ekki hefðbundna karllæga hegðun eða sýna beinlínis kvenlæg einkenni.
  • Beina sérstakri athygli að börnum með sérþarfir og fjölmenningu.
  • Auka vitund um þennan málaflokk meðal þeirra sem koma að skólamálum og daglegu lífi skólabarna.

Meðan á verkefninu stendur mun alþjóðlegt teymi sérfræðinga vera til ráðgjafar varðandi þróun mælikvarða til forvarna, sem munu stuðla að umhverfi án ofbeldis¬. Þessir mælikvarðar verða settir í notkun í skólum í Oulu Finnlandi, Parma á Ítalíu og skólum Hjallastefnunnar. Mælikvarðarnir munu meðal annars byggja á uppeldisstefnum eins og Hjallastefnunni og skólastefnu Reggio Emilia.

Fræðsluefni verður þróað sem viðbót við verkefnið “From Violence to Caring Study Programme”. Um er að ræða alþjóðlegt efni sem er aðgengilegt á netinu sem hefur verið unnið að í tengslum við fyrri DAPHNE verkefni.

 

Niðurstöður

Meginmarkmið ALLIES verkefnisins er að hanna uppeldislega nálgun sem byggir á umhyggju, réttlæti og umhverfi án ofbeldis í samvinnu við alþjóðlegt teymi sérfræðinga. Móta á þrjú greiningarverkferli sem miða að því að koma auga á ofbeldi í skólum og kortleggja velferð nemenda. Þau verða þróuð til notkunar fyrir kennara, foreldra og skólahjúkrunarfólk.

Að auki fela niðurstöður í sér:

  1. Aukna vitund þeirra sem að skólum koma um forvarnir gegn ofbeldi í skólaumhverfi hjá kennurum, velferðarteymum og foreldrum.
  2. Skrif á fræðsluefni fyrir kennara sem hefur áhrif á námskrár.
  3. Fjölþjóðlegt tengslanet fagaðila sem hafa bein tengsl við ólíkar menntastofnanir í heimabæjum, á landsvísu og innan Evrópu.
  4. Meiri samskipti við yfirvöld, menntastofnanir og aðrar opinberar stofnanir.


Inngangur
Verkefnið
Þátttakendur

 

 

 

 


   

Flags of Finland, UK, Italy and Iceland courtesy of 4 international flags.


Updated 27.10.2010